Hvít Jól lógó

  

Jólapakki saman

  

 

marita logo

  

IOGT - int logo

  

logo ACTIVE

Barnahreyfing IOGT á Íslandi eru hluti alþjóðasamtakanna IOGT International. IOGT-I eru sjálfstæð félagasamtök barna 6 ára og eldri, opin öllum án tillits til aldurs, kyns, kynþáttar, þjóðernis, félagslegrar stöðu, trúar eða stjórnmálaskoðana.

Barnastarf Æskunnar er í fullum gangi á mánudögum 17:00 í Víkurhvarfi 1 á þriðju hæð.

Allir krakkar eru velkomnir.

Skráning er hafin 20.09.2016

Í dag hefs skráning í vetrarstarfið okkar.
þetta verður frábær vetur á nýjum stað og hlökkum við til að hitta sem flest ykkar í haust :) - skráning fer fram í síma 511-1021 eða á netfanginu aeskan@iogt.is

Æskan er Barnahreyfing innan IOGT

Æskan á að vera öruggur staður fyrir börn frá 6 ára aldri, þar sem þau fá að vera þau sjálf um leið og þau læra að umgangast aðra og skemmta sér.

Notkun áfengis og annarra vímuefna skaða börn um allan heim. Sum börn skaðast vegna neyslu fullorðinna hérlendis. Aðrir byrja neyslu, jafnvel á unga aldri. Neysla getur eyðilagt framtíðardrauma barna. Það er erfitt að segja hvaða áhrif neyslan mun hafa á vandamál síðar í lífinu. Við vitum að því fyrr sem neysla byrjar, því meiri líkur eru á vandamálum síðar.

Í dag, læra mörg börn að áfengisneysla er hluti af uppvextinum. Það þarf ekki að vera sjálfsagt. Margir fullorðnir velja vímulausan lífsstíl. Í Barnahreyfingu IOGT, læra börnin að þau hafa val, þegar þau verða fullorðin. Þetta krefst þess að við höfum sterkt sjálfsálit, og að við trúum á okkur sjálf. Við sjáum og vitum að við getum búið til gott samfélag, laust við misnotkun áfengis og vímuefna
Til baka...