Hvít Jól lógó

  

Jólapakki saman

  

 

marita logo

  

IOGT - int logo

  

logo ACTIVE

Vertu forvitinn

Þú getur haft mikið fleiri hæfileika og getu en þú veist um. Hæfileikarnir bíða eftir að þú uppgötvir þá og notir. Þú getur fundið þá með því bara að reyna. Í starfi okkar getur þú kannað, reynt og upplifað. Kannski finnur þú hæfileikann til að syngja, dansa eða vinna. Kannski uppgötvar þú forystuhæfileika og að skipuleggja og finna leiðir. Eða hvað þú átt auðvelt með að eignast vini. Sá sem leitar, finnur. Kannski finnur þú nýjar hliðar á sjálfu þér.

Í Barnahreyfingu IOGT, er ekki aðeins leyft að prófa. Þú hefur einnig heimild til að mislukkast, hrasa eða klúðra. Það er mikilvægara að gera, en að ná árangri í fyrsta skipti. Sá sem gerir fær niðurstöður á endanum. Hjá okkur, erum við ekki að rembast við að búa til heimsmeistara eða stjörnur. Við munum hjálpa börnum að þrífast og njóta eigin viðleitni og einnig njóta tilraunanna til að ná markmiðum sínum.

Forvitni er mjög góð, og það er hægt að vera forvitinn um margt: önnur börn, fullorðna, önnur lönd, annan hugsanahátt, aðra lifnaðarhætti en okkar eigin, náttúruna og nýja þekkingu. Sem sagt, forvitni er gagnlegur hæfileiki. Þess vegna höfum við margs konar starfsemi í Barnahreyfingu IOGT, þar sem þú færð að nota forvitina til að skoða.

Dans

Söngur

Leiklist

Tímarit Æakunnar

Quiz/próf

Leikir

Umræður