Barnahreyfing IOGT á Íslandi eru hluti alþjóðasamtakanna IOGT International. IOGT-I eru sjálfstæð félagasamtök barna 6 ára og eldri, opin öllum án tillits til aldurs, kyns, kynþáttar, þjóðernis, félagslegrar stöðu, trúar eða stjórnmálaskoðana.
Barnastarf Æskunnar er í fullum gangi á mánudögum 17:00 í Víkurhvarfi 1 á þriðju hæð.
Allir krakkar eru velkomnir.
Nýtt námskeið að hefjast
07.01.2017
Skráning er að hefjast á nýtt námskeið Æskunnar „Heima Alein", sem er sjálfstyrkingarnámskeið, með verkefnum, leikjum og þrautum við hvers hæfi, þar sem börn geta verið þau sjálf.
Verkefnið er opið strákum og stelpum frá 6 til 13 ára frá janúar til maí.
„Heima Alein" verkefnið er í öruggu umhverfi Æskunnar, þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman og skemmta sér fyrir alvöru.
Með leik og starfi munu börnin læra sitt lítið af hverju eins og að elda sér hollan mat, sauma, gæta plantna ofl. verkefninu er ætlað að þróa samskiptafærni, virkni og samstöðu allan tímann.
Markmið okkar:
Bindindi- öll verkefni okkar ganga út á að benda á leiðir til að lifa lífinu án áfengis eða annarra vímuefna. Æskan er öruggt umhverfi fyrir börn.
Lýðræði - Í Æskunni fá allir að taka þátt og taka ákvarðanir. Starfsemi þar sem börn geta haft áhrif verður bæði skemmtilegra og meira hvetjandi.
Láttu barnið þitt verða hluta af spennandi fræðsluverkefni! (takmarkaður fjöldi).
Til baka...
Verkefnið er opið strákum og stelpum frá 6 til 13 ára frá janúar til maí.
„Heima Alein" verkefnið er í öruggu umhverfi Æskunnar, þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman og skemmta sér fyrir alvöru.
Með leik og starfi munu börnin læra sitt lítið af hverju eins og að elda sér hollan mat, sauma, gæta plantna ofl. verkefninu er ætlað að þróa samskiptafærni, virkni og samstöðu allan tímann.
Markmið okkar:
Bindindi- öll verkefni okkar ganga út á að benda á leiðir til að lifa lífinu án áfengis eða annarra vímuefna. Æskan er öruggt umhverfi fyrir börn.
Lýðræði - Í Æskunni fá allir að taka þátt og taka ákvarðanir. Starfsemi þar sem börn geta haft áhrif verður bæði skemmtilegra og meira hvetjandi.
Láttu barnið þitt verða hluta af spennandi fræðsluverkefni! (takmarkaður fjöldi).