Vertu opinn
Mörg vandamál birtast vegna þess að við þekkjum vitum ekki nóg um annað fólk og hvernig það hugsar. Það kann að vera fólk frá öðrum löndum, eða það gæti verið einhver í næsta nágrenni okkar. Það er sagt að tungumál, litarháttur eða trúarbrögð skapi múra milli fólks. Stundum bókstaflega með veggjum, eða línu sem við höfum dregið á korti og köllum það landamæri.
Kannski er það ótti okkar á því óþekkta sem skapar þessar múra. Barnastarfið snýst um að byggja brýr milli einstaklinga, hópa og landa. Félagssvæði sem gerir það erfitt að sjá hvað er utanaðkomandi. Mörk og hindranir koma í veg fyrir að við lærum um aðra.
Hugsun okkar er að ókunnugur er vinur sem við þekkjum ekki. Ef við erum opin öðru fólki og öðrum hugsunum og lifnaðarháttum, verða færri átök í heiminum.
Barnahreyfing IOGT er aðili að alþjóðasamtökum IOGT um allan heim sem er með félaga í öllum heimsálfum. Sumir félagar eru dökkir á húð, aðrir eru ljósir. Sumir eru búddistar eða múslimar, aðrir Kristnir eða án trúar. En við tilheyrum öll sömu alþjóðlegu fjölskyldunni. Í Barnahreyfingu IOGT, getur þú eignast vini um allan heim.
Þegar þú ert í Barnahreyfingu IOGT, munt þú læra hvernig börn í öðrum löndum hafa það. Við byggjum einnig brýr í hverfinu okkar, milli fólks af mismunandi aldri, trúarbragða, fjárhags eða þjóðernis. Sá sem er opinn, mun upplifa meira og skilja meira. Þekking er forsenda vináttu.