Hvít Jól lógó

  

Jólapakki saman

  

 

marita logo

  

IOGT - int logo

  

logo ACTIVE

Vertu vinur

Það eru margir sem þarfnast þín sem vinar. Vinátta þýðir að vera til staðar fyrir þann sem á bágt.

Það getur verið einhver í hverfinu eða í skólanum vegna eineltis. Það gætu eins verið börn í 5000 kílómetra fjarlægð sem fá ekki mat eða lyf. Vinátta nær yfir landamæri og aðrar hindranir.

Kostum og kjörum er ekki skipt jafnt hér á jörðinni. Öll börn eiga rétt á mat, vatni, fatnaði, menntun og lyfjum. En þetta er ekki raunveruleikinn. Sumir hafa allt sem þeir vilja og meira en nóg. Við sem búum á Íslandi, eru meðal þeirra. Milljónir barna í heiminum hafa ekkert. Í Barnahreyfingu IOGT, leitumst við við að deila auðlindum heimsins á jafnari hátt.

Jörðin þarfnast þín sem vinar. Í dag erum við eyðileggja náttúruna - fyrir sjálfum okkur, en að mestu leyti fyrir þá sem á eftir okkur koma. Þetta getur ekki viðgengist. Í Barnahreyfingu IOGT, verður þú að læra að gera eitthvað í umhverfismálum.

  Í Barnahreyfingu IOGT, lærum við meira um samfélagið og vináttuna. Við gefum þér tækifæri til að sýna að þú getur þýtt eitthvað fyrir aðra. Þú verður að hjálpa öðrum börnum, bæði í þínu hverfi og um allan heim. Á sama tíma og þú finnur að aðrir hugsa um þig. Í Barnahreyfingu IOGT, bera félagar og  leiðtogar ábyrgð á að skapa öruggt umhverfi þar sem við sjá vel um hvert annað.