Hvít Jól lógó

  

Jólapakki saman

  

 

marita logo

  

IOGT - int logo

  

logo ACTIVE

 

ög Barnahreyfingar IOGT á Íslandi

Fyrsti hluti – MARKMIÐ

 1. grein

  Barnahreyfing IOGT (IOGT-B) er félag barna á Íslandi innan alþjóðlegu Góðtemplarahreyfingarinnar

  IOGT-B er frjálst og óháð félag og tengist ekki stjórnmálasamtökum eða trúarhreyfingum

  IOGT-B vinnur að jöfnum réttindum allra, óháð kyni, litarhætti og trúar- eða stjórnmálalegum skoðunum

  IOGT-B vinnur að því að auka skilning barna og unglinga á kostum heilbrigðra lífshátta án fíkniefna

  IOGT-B styður réttláta skiptingu auðlinda heimsins

  IOGT-B vill vinna að því að deilur milli fólks séu leystar án þess að vopnum eða ofbeldi sé beitt

  Annar hluti – LANDSFUNDUR

 2. grein DAGSKRÁ

  Landsfundurinn er æðsta vald Barnahreyfingarinnar (IOGT-B). Hann er haldinn annað hvort ár. Á landsfundinum er fjallað um skýrslur, reikninga, starfsáætlanir, fjárhagsáætlanir og ýmsar tillögur. Þar er tekin ákvörðun um upphæð félagsgjalda og tíma og stað fyrir næsta landsfund. Einnig fara þar fram kosningar.

  Landsfundurinn ákveður þingsköp sín og dagskrá. Að öðru leyti er farið eftir reglum í IOGT á Íslandi um umræður og kosningar.

  Landsfundurinn er settur og honum slitið eftir siðum Barnahreyfingarinnar.

 3. grein FUNDARBOÐUN

  Tilkynning um landsfundinn skal send deildum í síðasta lagi með þriggja mánaða fyrirvara - ásamt frumdrögum að dagskrá.

 4. grein FULLTRÚAR

  Hvert umdæmi (ef þau starfa) á rétt á einum fulltrúa. Allar deildir (sjá 5. hluta), sem í eru a.m.k. sex félagar og hafa greitt félagsgjald, eiga rétt á einum fulltrúa fyrir hverja 25 félaga og brot úr þeirri tölu, auk eins gæslumanns eða leiðbeinanda, enda hafi þær sent skýrslu á réttum tíma. Kjörgengi miðast við tólf ára aldur.

  Einungis fulltrúar hafa atkvæðisrétt á landsfundinum.

  Allir félagar IOGT-B hafa málfrelsi og tillögurétt.

  - 1 -

 5. grein ÁKVARÐANIR

  Landsfundurinn getur tekið ákvarðanir ef þar eru fulltrúar fyrir a.m.k. helming deilda.

 6. grein KOSNINGAR

  Á landsfundinum er kosin stjórn hreyfingarinnar. Hana skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Auk þess eru kjörnir tveir varamenn.

  Á landsfundinum skulu skipaðir félagar til að sjá um það siðastarf sem þar fer fram.

  Landsfundurinn kýs nauðsynlegar nefndir, þ.m.t. þriggja manna laganefnd. Í henni skulu vera gæslumenn eða leiðbeinendur. - Landsfundurinn kýs tvo endurskoðendur.

 7. grein TILLÖGUR Á LANDSFUNDUM

Tillögur um lagabreytingar – og aðrar tillögur sem óskað er eftir að fjallað sé um auk þeirra venjubundnu – skal senda deildunum þremur mánuðum fyrir fundinn. Stjórnin skal fjalla um tillögurnar og skila áliti. Það skal sent deildinni einum mánuði fyrir fundinn.

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fyrir laganefnd fyrir fundinn. Hún á að skila áliti. – Tillögur um lagabreytingar verða að hljóta stuðning 2/3 atkvæðisbærra fulltrúa til að teljast samþykktar.

8. grein ÁRGJALD

Árgjald til hreyfingarinnar skal ákveðið af landsfundinum. Deildir geta auk þess ákveðið eigið árgjald.

Stjórn hreyfingarinnar skal halda miðlæga félagaskrá. Henni er heimilt að semja við aðrar hreyfingar IOGT á Íslandi um innheimtu árgjalds.

Hluti deildanna af árgjaldinu skal endurgreiddur þeim á hálfsárs fresti – og er þá miðað við hve margir félagar deildarinnar hafa greitt.

 1. grein AUKALANDSFUNDUR

  Aukalandsfund skal halda ef stjórnin samþykkir það – eða 1/3 deildanna, sem fulltrúarétt áttu á síðasta landsfundi, krefst þess. Slíkan fund skal boða með eins mánaðar fyrirvara. Það getur einungis fjallað um þau mál sem nefnd eru í fundarboði.

  Þriðji hluti – STJÓRNIN

 2. grein STARFIÐ

  Stjórnin stýrir Barnahreyfingunni milli landsfunda. Hún túlkar lögin, milli landsfunda, og sker úr vafaatriðum.

  Stjórnin getur skipað starfshópa sem heimilt er að taka ákvarðanir sem ekki varða grundvallarreglur og leggja ekki miklar fjárhagslegar skyldur á hreyfinguna.

  Stjórnin getur samþykkt starfsreglur fyrir slíka hópa.

   

  - 2 -

  Fjórði hluti – UMDÆMIN

 3. grein MÖRK UMDÆMANNA

  Stjórn Barnahreyfingarinnar er heimilt að stofna umdæmi ef á svæðinu starfa þrjár deildir hið minnsta.

  Umdæmi er tengiliður deilda á svæði sínu og milli deilda og stjórnar hreyfingarinnar.

  Landsþingið ákveður mörk umdæma.

 4. grein ÁRSFUNDUR UMDÆMISINS

  Á ársfundum umdæmanna skulu vera fulltrúar deildanna, einn fyrir fyrir hvern byrjaðan tug félaga.

  Deildirnar velja fulltrúana.

  Gæslumenn/leiðbeinendur eiga fulltrúarétt.

  Deildirnar hafa því aðeins fulltrúarétt að skýrslur hafi verið sendar – og er miðað við þá félaga sem greitt hafa árgjald.

  Allir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt.

  Til ársfunda umdæmanna skal boðað með minnst fjögurra vikna fyrirvara.Í boðun skal dagskrá kynnt.

 5. grein UMDÆMISSTJÓRN

  Í stjórn umdæmis skulu vera að minnsta kosti þrír, valdir á aðalfundi: Formaður, ritari og gjaldkeri.

 6. grein AUKALÖG UMDÆMA

  Umdæmið getur samþykkt aukalög á aðalfundi. Stjórn Barnahreyfingar IOGT verður að samþykkja þau.

  5. hluti DEILDIR

 7. grein STOFNUN

  Deild má stofna ef sex hið minnsta óska þess.

  Í deildinni verður að vera a.m.k. einn stjórnandi sem gengist hefur undir bindindisheit.

  Tilkynningu um stofnun skal senda stjórn hreyfingarinnar og skal hún staðfesta hana. Nýjar deildir mega ekki bera nöfn starfandi deilda. Staðfestinguna má draga til baka ef deildin hefur ekki starfað eða skilað skýrslum eins og vera ber um tveggja ára skeið.

  Deildirnar ákveða sjálfar hvort þær vilja starfa sem stúka eða félag.

   

   

   

  -3-

 8. grein AÐALFUNDIR

  skulu haldnir árlega. Þá kýs deildin stjórn. Í henni skulu vera a.m.k. þrír félagar og gæslumaður eða leiðbeinandi. Kjósa skal formann, varaformann, ritara og gjaldkera.

  Boðun aðalfundar skal senda félögum með hálfs mánaðar fyrirvara. Í bréfinu skal tilkynna dagskrá.

 9. grein AUKA-AÐALFUNDUR

  Auka-aðalfund skal halda ef þriðjungur félaga krefst þess. Þar skal fjalla um þau mál sem nefnd eru í boðun. Hana skal senda félögum í síðasta lagi hálfum mánuði fyrir fundinn.

 10. grein AUKALÖG DEILDA

  Deildin getur samþykkt aukalög fyrir starfsemi sína enda samræmist þau þessum lögum og hljóti staðfestingu stjórnar Barnahreyfingarinnar.

 11. grein AÐ LEGGJA NIÐUR STARF DEILDAR

Ekki er unnt að leggja niður starf deildar meðan sex félagar vilja halda því áfram. Ef deild er lögð niður tekur landsstjórnin við eignum hennar.

20. grein SKÝRSLUR

Deildirnar skulu árlega senda stjórn IOGT-B skýrslu um félagafjölda, starf og fjárhag – og nota til þess eigin eyðublöð.

Afrit skal senda umdæmi ef það starfar.

Sjötti hluti – FÉLAGSAÐILD

 1. grein ALDUR

  Allir sem orðnir eru sex ára geta orðið félagar í IOGT-B. Börn, yngri en tólf ára, verða að hafa samþykki forráðamanna sem þeir rita á skráningareyðublaðið.

  Sjöundi hluti – AÐ LEGGJA NIÐUR BARNAHREYFINGU IOGT

 2. grein AÐ LEGGJA NIÐUR HREYFINGUNA

Ekki er hægt að leggja niður Barnahreyfingu IOGT ef þrjár deildir vilja starfa. Sé hún lögð niður falla eignir hennar til IOGT á Íslandi.